top of page
Search
  • Stýrihópur

Hvað er rammaskipulag

Rammaskipulag er hugsað sem óformlegt millistig milli aðalskipulags og deiliskipulags. Rammaskipulag er eingöngu til leiðbeiningar fyrir bæjaryfirvöld, framkvæmdaraðila og íbúa um nánari útfærslu byggðar í deiliskipulagi.

Þegar stór svæði eru skipulögð er mikilvægt að sjá allt svæðið fyrir í heild sinni áður en vinna við deiliskipulag hefst. Með rammaskipulagi er stefna aðalskipulags um einstaka bæjarhluta útfærð nánar og heildaryfirbragð hverfis skipulagt. Rammaskipulag er m.a. gert til að samræma landnotkun og tryggja göngu- og sjóntengsl yfir stærri svæði. Í rammaskipulagi eru einnig mótuð helstu áhersluatriði bæjarstjórnar varðandi yfirbragð byggðar, svo sem þéttleika, byggðamynstur, íbúðasamsetningu og gatnakerfi.


225 views0 comments

Recent Posts

See All
bottom of page