top of page
Search
  • Stýrihópur

Um verkefnið

Sumarið 2017 var nýtt aðalskipulag fyrir Reykjanesbæ staðfest en talið var þörf á að marka nánari skipulagsstefnu eða skipulagsramma fyrir Ásbrú til að nýta sem best þau tækifæri sem svæðið býður upp á hvað varðar búsetu og atvinnulíf í Reykjanesbæ og til að tryggja heildarsýn þegar kemur að deiliskipulagsgerð einstakra hluta svæðisins.

Unnin var skipulagsgreining fyrir Ásbrú vorið 2018 þar sem horft hefur verið til Ásbrúar í alþjóðlegu og íslensku samhengi, náttúrufarslegra forsendna, skipulagslegs og sögulegs samhengis og áskorana og tækifæra sem í því felast. Einnig var lögð könnun fyrir íbúa og fyrirtæki svæðisins og niðurstöður hennar nýttar inn í skipulagsgreininguna.


Á grunni skipulagsgreiningarinnar er nú hægt að þróa Ásbrú sem aðlaðandi hverfi, með eigin sérstöðu og staðaranda. Hér liggur fyrir forsögn að rammaskipulagi, sem leiðbeinir um lykilskref sem stíga þarf til að hefja þessa vegferð og gefur yfirlit um hvað í hverfinu býr. Forsögnin verður nýtt sem grunnur í samtali við hagsmunaaðila þar sem yfirlit fæst um þarfir þeirra og væntingar til þróunar hverfisins. Í framhaldi verður rammaskipulag unnið með nánari skipulagshönnun hverfishluta og þróunarreita.


24 views0 comments

Recent Posts

See All
bottom of page