top of page
Search
  • altavefur

Íbúafundur í Andrews

Updated: Nov 28, 2019


Haldinn var íbúafundur í Andrew's theater á Ásbrú þann 18. nóvember 2019. Þar kynnti Gunnar Kristinn Ottóson skipulagsfulltrúi Reykjarnesbæjar helstu atriði varðandi Aðalskipulag Reykjarnesbæjar sem nú er í endurskoðun. Halldóra Hrólfsdóttir hjá Alta kynnti svo í kjölfarið helstu áherslur í nýju rammaskipulagi fyrir Ásbrú sem nú er verið að leggja lokahönd á. Jafnframt var farið yfir fyrstu verkefni sem ráðist verður í á Ásbrú, þar á meðal grænt almenningssvæði sem mun tengjast skólalóð nýs skóla og umbætur á Grænásbraut sem er ein aðalgata svæðisins.



Kynningu Alta og Gunnars má nálgast á forsíðu þessa vefs, sjá hér.


Í lok fundarinn fengu íbúar að segja sína skoðun og þar komu fram góðar ábendingar, s.s. um að bæta þurfi götulýsingu á Ásbrú, huga að leikskólamálum og bæta aðstöðu á skólalóð Háaleitisskóla. Við hvetjum íbúa til að koma með ábendingar á þessari vefsíðu. Hér á vefnum eru ýmsar upplýsingar úr försögninni sem er grunnurinn að rammaskipulaginu og rammaskipulagið mun svo að sjálfsögðu vera aðgengilegt hér á þessum vef þegar það er fullunnið.


68 views0 comments

Recent Posts

See All
bottom of page